Einkahlutafélögin Sögn og Langbrók Film högnuðust um 243 milljónir árið 2014.

Langbrók Film er að fullu í eigu Baltasars Kormáks Samper kvikmyndaframleiðanda og leikstjóra. Sögn er í eigu Langbrókar Film og Baltasars persónulega.

Sögn ehf hagnaðist um 128 millj­ón króna í fyrrra en hagnaður nam104 millj­ón­um árið 2013.

Hagnaður Lang­brók­ar var 114 millj­ón­um króna í fyrra. Félagið hagnaðist um tæpar 18 milljónir árið 2013.

Sjónvarpsserían Ófærð, sem sýnd er í Ríkissjónvarpinu, er framleidd af RVK stúdío, sem er dótturfélag Sagnar ehf. Meðframleiðslufyrirtæki eru Ríkisútvarpið. ZDF, France Télévisions, BBC og DR.