Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir félagið hafa fengið mjög sterk viðbrögð við auglýsingum um sumarstörf segir í Morgunblaðinu . Í desember auglýsti Isavia eftir sumarafleysingarfólki í um 300 störf í átta mismunandi deildum og bárust félaginu alls 1.156 umsóknir. Félagið rekur meðal annars Keflavíkurflugvöll sem og aðra flugvelli í landinu.

„Það er gert ráð fyrir að ráða um 300 starfsmenn,“ segir Guðjón en hann segir að þessi störf séu fyrir utan auglýsingar Fríhafnarinnar sem einnig vantar fólk í sumarafleysingar, en hún er dótturfyrirtæki Isavia.

„Einnig hafa verið auglýst 20 framtíðarstörf og það bárust alls 528 umsóknir í þau. En við gerum ráð fyrir að ráða um 60 starfsmenn.“