Sýslumaðurinn í Reykjavík synjaði í dag kröfu um lögbann sem rétthafasamtökin STEF, SÍK, FHF og SMÁÍS, lögðu fram í síðasta mánuði. Samtökin fóru fram á að lögbann yrði lagt á aðgengi stærstu netþjónustufyrirtækja landsins að vefsvæðunum deildu.net, thepiratebay.sx og lénum sem vísuðu á vefsvæðin.

Fram kemur í tilkynningu að samtökin eru ósammála þessari niðurstöðu og munu bera hana undir dómsstóla.