*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 15. október 2018 15:39

Fer fram á lögbann á tekjusíðu

Formaður SUS vill lögbann á tekjur.is. Sambærileg síða á vegum stjórnvalda í Noregi lætur vita hver fletti viðkomandi upp.

Ritstjórn
Ingvar Smári Birgisson lögfræðingur er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna.
Aðsend mynd

Lögfræðingurinn Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur lagt fram kröfu um lögbann á vefinn tekjur.is.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá hefur áður verið kvartað til Persónuverndar vegna upplýsingavefsins sem opnaði á föstudag, en þar má skoða upplýsingar um tekjur og skattaupplýsingar allra Íslendinga átján ára og eldri fyrir árið 2016.

Þegar hafa níu erindi borist Persónuvernd vegna vefsíðunnar að því er Morgunblaðið greinir frá. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að skoðað verði hvort síðan geti talist til fjölmiðils líkt og tekjublað Frjálsar verslunar vegna þess mikla magns upplýsinga sem síðan veitir.

Mismunandi skilningur á ákvæði frá 1984

Rekstraraðili síðunnar, Jón Ragnar Arnarson og félag hans, Viskubrunnur ehf., segja birtingu upplýsinganna byggja á heimild í skattalögum. Er þar vísað 98. grein í lögum um tekjuskatt en Ingvar Smári telur vinnslu síðunnar ekki falla innan gildissvið málsgreinarinnar.

„Heimild er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.“ Um er að ræða ákvæði frá árinu 1984 en í skoðun er hvort þessi heimild takmarkist mögulega við ríkisskattstjóra, að því er Vísir greinir frá.

„Möguleiki á að vinna með upplýsingar var allt annar á því ári,“ segir Helga en en annars staðar á Norðurlöndum hefur svipuð heimild leitt til þess að ríkið veiti aðgang að svona upplýsingasíðum sem láti viðkomandi vita hver fletti þeim upp eftir að mikil andstaða hafi blossað upp við síðuna.

Skoða að fara fyrir dómstóla

Ingvar Smári segir birting upplýsinganna vera ómaklega aðför að stjórnarskrárvörðum rétti almennings til friðhelgis einkalífs. „Með starfrækslu vefsins er að mínu mati farið út fyrir heimildir þeirra ákvæða sem hafa legið að baki opinberri umfjöllun um laun og skattgreiðslur Íslendinga í gegnum árin,“ segir Ingvar Smári sem segir að til greina komi að leita til dómstóla verði ekki fallist á lögbannskröfuna.

„Sterk rök má færa fyrir því að sala á aðgangi að gagnagrunni sem inniheldur upplýsingar um skattgreiðslur allra landsmanna sé lögbrot. Persónuvernd hefur áður fallist á að birting upplýsinga úr skattskrá Ríkisskattstjóra, mjög svipuð þeirri sem á sér stað á tekjur.is, sé ólögmæt.

Þá verður að hafa í huga að ákvæði það sem Viskubrunnur ehf. ber fyrir sig, 2. mgr. 98. gr. tekjuskattslaga, var lögfest fyrir tíma internetsins. Um er að ræða ákvæði sem felur í sér takmörkun á borgaralegum réttindum og því sé rétt að skýra það þröngt, þannig að gildissvið ákvæðisins sé takmarkað sem mest.

Enn fremur hefur réttarvernd almennings gagnvart notkun á persónuupplýsingum þeirra verið styrkt til muna með tilkomu nýrra laga um Persónuvernd.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim