Framleiðslufyrirtækið 3X Technology og Skaginn bjóða nú útgerðarfyrirtækjum til kaups nýja tegund af kælikerfi. 3X Technology hefur hingað til aðallega fengist við útflutning á búnaði fyrir fiskvinnslu og rækjuiðnað, en býður nú jafnframt upp á nýtt kælikerfi til þess að meðhöndla ferskan fisk um borð í togurum.

Albert Högnason, þróunarstjóri 3X Technology, segir tæknina vel þekkta en hins vegar hafi henni aldrei verið komið í það horf að hægt sé að framkvæma hana án þess að þurfa til þess aukamannskap. „Þetta er ný aðferð til að meðhöndla ferskfisk um borð í togurum. Þeir eru kallaðir ísfisktogarar í dag en við ætlum að sleppa ísnum,“ segir Albert. „Við gerum þetta í sérstökum tönkum sem við notum og kælum fiskinn með köldum sjó. Við notum ekki ís eða krapa líkt og áður hefur þekkst, heldur sjó sem er fjórum til fimm gráðum neðan við frostmark.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .