Í ítarlegu viðtali Viðskiptablaðsins við Andra Má Ingólfsson ferðaskrifstofufrömuð í blaðinu í dag kemur fram að allt stefni í að velta ferðaþjónustuveldis hans fari yfir 60 milljarða króna á þessu ári. Í síðustu viku var greint frá því að hann hefði keypt Budget Travel, stærstu ferðaskrifstofu Írlands, sem veltir um það bil 17 milljörðum króna.

"Þumalfingrareglan er að við sjáum um 70% af okkar flugi, þótt það sé misjafnt eftir hverjum markaði, sumstaðar aðeins meira en annarsstaðar aðeins minna. Við erum með það mikið magn í gangi. Það eru 140 þúsund farþegar sem ferðaskrifstofan í Danmörk sér um, 220 þúsund manns í Svíþjóð og nú 300 þúsund í Írlandi. Þessi nýja skrifstofa á Írlandi býður uppá mörg tækifæri, nú er að bretta upp ermarnar og taka á því. Við erum búnir að teikna upp breytingarnar sem við ætlum að innleiða hjá Budget, það verður mikið að gera næstu þrjá mánuði, samræming á samningum, breytingar á innra ferli, upplýsingatæknikerfinu og fleira í þeim dúr," segir Andri Már.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.