Nýtt snjallforrit, Ferða appið , var opinberlega sett í loftið í gær, 29. júlí. Í Ferða appinu er hægt að finna upplýsingar um afþreyingu, verslanir, bensínstöðvar, sundlaugar, hraðbanka, vínbúðir, veitingar, þjónustu, gistingu, áhugaverða staði og margt fleira á Íslandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, en þar kemur fram að appið henti vel öllum þeim sem séu að ferðast eða eru heima fyrir og þurfa að finna verslanir og þjónustu í grenndinni.

„Við ákváðum að setja Ferða appið í loftið núna rétt fyrir Verslunarmannahelgi þar sem það er jú ein af aðalferðahelgum sumarsins hjá Íslendingum. En nú þegar erum við búin að setja inn allar bensínstöðvar, vínbúðir, hraðbanka og sundlaugar á landinu sem og fullt af öðrum verslunum, þjónustuaðilum og áhugaverðum stöðum en þetta er lifandi verkefni og koma nýir staðir inn á hverjum degi”, segir Laila Sæunn Pétursdóttir, annar aðstandandi Ferða appsins.

Þau Laila Sæunn Pétursdóttir og Ragnar Ragnarsson sjá um þróunina á snjallforritin. Þau ákváðu að hendast í verkefnið eftir velgengni Eyja appsins, sem þau þróuðu líka, en það sýnir hvaða þjónusta og verslun er í boði í Eyjum.

Eins og fyrr greinir er Ferða appið lifandi verkefni og nýir staðir, bæði áhugaverðir staðir sem og fyrirtæki bætast inn á hverjum degi. Appið er fáanlegt í Apple Store og Google Play . Á vefsíðu Ferða appsins, www.ferdaappid.is geta fyrirtæki einnig skráð sig inn í snjallforritið og komið vöru sinni eða þjónustu á framfæri til notenda