*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Erlent 26. júní 2018 18:01

Ferðabann Trump dæmt löglegt

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að ferðabann Donald Trump sé löglegt.

Ritstjórn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
epa

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að umdeilt ferðabann Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, sé löglegt. Hæstiréttur sneri þar með við niðurstöðu dómstóla á lægri stigum, sem höfðu komist að þeirri niðurstöðu að ferðabannið bryti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á vef FT.

Íbúar Írans, Líbýu, Sýrlands, Sómalíu og Jemen falla undir þetta bann. Þessar þjóðir eiga það sameiginlegt að meirihluti íbúa þeirra eru múslimar.

Hæstiréttur var klofinn í afstöðu sinni til málsins, en fimm dómarar voru á því að bannið væri löglegt og fjórir vildu meina að bannið væri ólöglegt.