*

föstudagur, 22. september 2017
Innlent 1. júlí 2012 08:25

Ferðamenn ekki nógu eyðslusamir

Mikilvægt er að fjárfesta í ferðaþjónustunni svo hægt sé að selja dýrari þjónustu til erlendra ferðamanna.

Edda Hermannsdóttir

Íslendingar eyða þeim gjaldeyristekjum sem ferðaþjónustan aflar í utanlandsferðum sínum í tölum frá árinu 2011. Þetta kemur fram í upplýsingum Greiningardeildar Arion banka. Í fyrra heimsóttu 565 þúsund manns landið sem er metfjöldi. Utanlandsferðum Íslendinga hefur einnig fjölgað og í dag eru jafnmargir sem fara utan og árið 2004 með tilheyrandi neyslu.

Kaupmáttur ferðmanna hefur aukist hér á landi eftir hrun og matarkarfan er nú 30% ódýrari fyrir erlenda ferðamenn miðað við árið 2004. Eyðslan hefur því minnkað undanfarin ár og Greiningardeildin leggur áherslu á „dýrari“ ferðaþjónustu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan