„Þessu hefur verið mjög vel tekið, það var skemmtileg áskorun hjá okkur að vera snögg á markað með þjónustu sem var kannski í takt við tíðarandann, þetta pókemonæði einhvern veginn tröllríður öllu í sumar,“ segir Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Ferðaskrifstofu Kynnisferða – Reykjavík Excursions sem telur fyrirtækið það fyrsta í heiminum til að bjóða upp á sérstakar ferðir til að veiða pókemona.

Ferðirnar eru farnar þrisvar í viku, klukkan 1 á föstudögum, laugardögum og sunnudögum.

„Þetta er fjögurra tíma ferð, en okkur langaði líka að gera eitthvað sem myndi höfða til heimamarkaðarins og hefur því verið vel tekið. Það er frítt fyrir börn yngri en 12 ára og 12-15 ára eru á sérstöku unglingagjaldi,“ segir Einar en hann segir um 90% viðskiptavina fyrirtækisins vera erlenda ferðamenn.

„Á laugardag voru til að mynda eingöngu Íslendingar í ferðinni.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • F jallað um sögu og endalok Plain Vanilla.
  • Umfjöllun er um möguleg kaup Vodafone á hlut í fjarskipta-, sjónvarps-, og útvarpsrekstri 365.
  • Tekin er fyrir rammaáætlun um virkjanakosti.
  • Fjallað er um möguleg áhrif Kötlugoss á ferðaþjónustuna.
  • Deilur í hluthafahópi Vinnslustöðvarinnar halda áfram.
  • Hlutverk einkaaðila í umhverfisvernd.
  • Kristinn Már Gunnarsson, eigandi Cintamani, er í ítarlegu viðtali.
  • Fjallað er um dræma laxveiði víða á landinu.
  • Tekið er viðtal við hjón sem stofnuðu ráðgjafafyrirtæki á sviði mennta- og frístundamála.
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, nýráðinn framkvæmdarstjóri SFS, er tekin tali.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um bónusgreiðslur.
  • Óðinn skrifar um gjaldeyrishöft.