*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 31. júlí 2018 12:19

Ferðamenn sparsamari á veitingar

Ferðamenn kaupa í meira mæli mat í verslunum. Kortavelta þeirra jókst um 16% í verslunum en aðeins 4% á veitingahúsum.

Ritstjórn
Ferðamenn eru orðnir hagsýnni í matarkaupum.
Edwin Roald Rögnvaldsson

Kortavelta ferðamanna í dagvöru á fyrstu 5 mánuðum ársins var 16% meiri en á sama tímabili í fyrra. Vöxtur kortaveltu þeirra á veitingahúsum var hinsvegar aðeins rúm 4%.

Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar segir í samtali við Fréttablaðið um málið merki um að ferðamenn séu að verða sparsamari, þeir séu farnir að haga sér meira „líkt og hagsýnir neytendur“, sem eflaust megi rekja að miklu leyti til styrkingar krónunnar.

Sagt var frá því í Viðskiptablaðinu að viðmælendur í ferðaþjónustu fyndu fyrir því að ferðamenn eyddu minna í veitingar og versluðu frekar matvörur í verslunum. Þessar tölur virðast renna stoðum undir þá upplifun þeirra.

Samtals keyptu ferðamenn dagvöru fyrir tæpa 3,3 milljarða með greiðslukortum á fyrstu 5 mánuðum ársins, en 2,8 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Þá keyptu þeir veitingar fyrir 9,4 milljarða, samanborið við rétt rúma 9 í fyrra.

Stikkorð: kortavelta Ferðamenn
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim