*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 2. júní 2015 16:47

Ferðamönnum fjölgað um 36,4%

91 þúsund ferðamenn fóru frá Íslandi í maí á þessu ári, samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Bandaríkjamenn fjölmennastir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Mikil aukning hefur orðið á brottförum ferðamanna frá Íslandi, sé litið til talninga Ferðamálastofu. Þannig fóru um 91 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu í maí síðastliðnum, sem er 24.300 fleiri en í maí á síðasta ári. Það er 36,4% aukning á milli ára.

Tæplega 20.300 Bandaríkjamenn fóru frá Íslandi í maí, borið saman við 11.500 í fyrra. Mest aukning hefur orðið í þeim hópi. Næst fjölmennasti hópurinn eru Bretar, en tæplega 10.700 þeirra fóru frá landinu í maí, borið saman við 8.300 fyrra ár. Samdráttur hefur orðið í brottförum Dana, en rúmlega 4.000 þeirra fóru frá landinu í maí, borið saman við rúmlega 4.100 fyrra ár.

„Tæplega þrír af hverjum fjórum ferðamönnum í maí árið 2015 voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 22,3% af heildarfjölda en næstir komu Bretar en þeir mældust 11,8% af heildarfjölda. Þar á eftir fylgdu Þjóðverjar (7,4%), Norðmenn (6,5%), Svíar (5,7%), Frakkar (5,1%), Kanadamenn (4,9%), Danir (4,4%), Hollendingar (2,8%) og Pólverjar (2,7%)," segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Heildarfjöldi fjórfaldast

Mjög mikil aukning hefur orðið á fjölda ferðamanna frá árinu 2002, samkvæmt talningum Ferðamálastofu. „Ferðamönnum í maí hefur fjölgað jafnt og þétt frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli árið 2002, með örfáum undantekningum. Heildarfjöldi ferðamanna í maímánuði hefur nærri fjórfaldast  frá árinu 2002 og munar þá mestu um aukningu N-Ameríkana sem hafa meira en fimmfaldast og þeirra sem flokkast undir annað sem hafa nífaldast. Ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu hafa á sama tíma nærri fjórfaldast, Bretar nærri þrefaldast og Norðurlandabúar ríflega tvöfaldast en hlutdeild þeirra síðastnefndu í maímánuði hefur minnkað með árunum," segir í upplýsingum frá stofnuninni.

Hér má sjá samanburð á heildarfjölda brottfara frá Íslandi, frá janúar til maí árin 2014 og 2015:


25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim