*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 8. ágúst 2015 15:51

Ferðamönnum fjölgaði um 36 þúsund í júlí

Einn af hverjum fimm ferðamönnum í júlí kom frá Bandaríkjunum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Um 180 þúsund manns fóru frá landinu í júlí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þetta er aukning um 36 þúsund manns frá því í júlí á síðasta ári og nemur hún 25 prósentum.

Það sem af er ári hefur Ferðamálastofa mælt aukningu milli ára alla mánuðina. Hefur aukningin verið á bilinu 21-34,5 prósent.

Bandaríkjamönnum fjölgaði mest

Um 70 prósent ferðamanna í júlí síðastliðnum voru af tíu þjóðernum og voru Bandaríkjamenn fjölmennastir, eða 20,6 prósent af heildarfjölda. Næst komu Þjóðverjar og Bretar.

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Kínverjum, Bretum, Þjóðverjum og Kanadamönnum mest milli ára í júlí en 14.237 fleiri Bandaríkjamenn komu í júlí í ár en í fyrra, 3.171 fleiri Kínverjar, 2.960 fleiri Bretar, 1.988 fleiri Þjóðverjar og 1.741 fleiri Kanadamenn. Þessar fimm þjóðir báru uppi 66,8% aukningu ferðamanna í júlí. Nokkrum þjóðum fækkaði hins vegar í júlí ár frá því í fyrra. Þannig fækkaði Rússum um 40,2% og Norðurlandaþjóðunum um 5,5%.

Tæplega 700 þúsund ferðamenn frá áramótum

 

Það sem af er ári hafa 697.716 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 151.363 fleiri en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða 27,7% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum nema Norðurlöndunum sem hafa staðið í stað. Aukningin hefur verið 44,4% frá N-Ameríku, 27,5% frá Bretlandi, 21,0% frá Mið- og S-Evrópu, og 40,9% frá öðrum löndum sem ekki eru talin sérstaklega og flokkast undir ,,annað“. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim