Samtals komu um 3,5 milljónir ferðamanna til Bretlands í júnímánuði. Er þetta aukning upp á 7% frá sama mánuði í fyrra. Þá fjölgaði ferðamönnum frá Norður-Ameríku um 34%. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Veikt gengi pundsins hefur orðið til þess að fleiri ferðamenn koma til landsins. Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um 7% þá jókst eyðsla ferðamann einungis um 2%. Samtals greiddu erlendir ferðamenn 2,2 milljarða punda fyrir vörur og þjónustu í mánuðinum.

Breskir ríkisborgarar voru einnig á faraldsfæti í mánuðinum. 7,2 milljónir Breta ferðuðust til annara landa í mánuðinum sem er er aukning upp á 4% frá fyrra ári. Veikt gengi breska pundsins varð hins var til þess að eyðsla þeirra á erlendri grundi dróst saman um 15% og nam 4,6 milljörðum punda.