*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 12. nóvember 2016 14:15

Ferðaþjónustan 13% af lánasafninu

Ferðaþjónustan, sem er stærsti þjónustuliðurinn í inn- og útflutningi, er orðin 13% af lánasafni Íslandsbanka.

Snorri Páll Gunnarsson
Haraldur Guðjónsson

Íslandsbanki hagnaðist um 2,5 milljarða króna eftir skatt á þriðja ársfjórðungi og var hagnaður á fyrstu níu mánuð- um ársins 15,6 milljarðar sem skilaði 10% arðsemi eiginfjár. Á þriðja ársfjórðungi 2015 nam hagnaðurinn 5,9 milljörðum og var hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins 16,7 milljarðar.

Ferðaþjónustan 13% af lánasafninu

Stærð lánasafns Íslandsbanka nemur 684 milljörðum króna, en ný útlán frá árslokum 2015 nema 124 milljörðum. Lánasafnið dróst saman um 2% á þriðja ársfjórðungi, aðallega vegna styrkingar krónunnar, en hefur stækkað um 3% frá áramótum.

Ferðaþjónustan, sem er stærsti þjónustuliðurinn í inn- og útflutningi, er orðin 13% af lánasafni bankans, en til samanburðar eru lán til einstaklinga 41% af safninu og lán til sjávarútvegs 12%. Lán til ferðaþjónustunnar tengjast fasteignum eins og hótelum, verslun og þjónustu á borð við bílaleigu, veitingastaði og ferðaskrifstofur, og iðnaði og samgöngugeiranum, eins og flugvallaþjónustu.

„Vöxturinn í ferðaþjónustunni hefur verið jafn og góður en við þurfum að vera varfærin með framhaldið. Þegar það er svona mikill vöxtur er alltaf einhver tengd áhætta,“ segir Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka, en á sama tíma segist hann vera áfram bjartsýnn með útlitið.

Fjárfestingarbankastarfsemi 3% af eignum

Í ljósi fyrirhugaðrar einkavæðingar á bönkunum hefur þjóðfélagsumræðan um aðskilnað fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi vaknað á nýjan leik. Til að mynda virtist vera töluvert framboð af þingmönnum og þingmannsefnum fyrir kosningar sem voru hlynntir slíkum aðskilnaði. En Jón Guðni bendir á að fjárfestingarbankastarfsemi sé aðeins lítill hluti af starfsemi bankans og að lítil áhætta stafi af henni á efnahagsreikningi bankans.

„Upplifun fólks virðist vera sú að það sé mikil fjárfestingarbankastarfsemi í gangi. En eins og staðan er núna er slík starfsemi afar lítill hluti af efnahagsreikningi bankans, í kringum 3% af eignum,“ segir Jón Guðni. Heildareignir bankans á þriðja ársfjórðungi voru 1.068 milljarðar og voru lán til viðskiptavina, auk lausafjáreigna, 95% af efnahagsreikningnum. „Áhættan á efnahagsreikningi bankans vegna hinna hefðbundnu áhættuþátta fjárfestingarbankastarfsemi – á borð við veltubókina, stöðutökur og stóra afleiðubók – eru enn fremur mjög lítill hluti af tekjum.“

Óvissan með bankaskattinn

Íslandsbanki greiddi 745 millj- ónir króna í sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, svokallaðan bankaskatt, á þriðja ársfjórðungi en 2,152 milljónir fyrstu níu mánuði ársins. Fyrstu níu mánuði ársins 2015 nam greiðslan 2,060 milljónum.

Jón Guðni segir að bankaskatturinn gæti haft töluverð áhrif á arðsemi bankans ef hann loðir við til lengri tíma. „Þegar bankaskatturinn var hækkaður á sínum tíma út af leiðréttingunni þá var hann kynntur sem tímabundin aðgerð. Þess vegna höfum við ekki farið út í það að velta þessum kostnaði yfir í verðlagið og hagræða til að takmarka áhrifin á arðsemi bankans, en báðar aðgerðir eru erfiðar. Hins vegar ef skatturinn ílengist mun hann væntanlega hafa töluverð áhrif á arðsemina, sem aftur á móti mun hafa áhrif á söluandvirði bankans þegar að því kemur.“ 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim