Heildarútflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi 2015 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 189,9 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 99,5 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 90,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi en var jákvæður um 77,8 milljarða á sama tíma árið 2014 á gengi hvors árs.

Ferðaþjónusta var stærsti þjónustuliðurinn, bæði í inn- og útflutningi og afgangur vegna hennar var 49,5 milljarðar, á sama tíma í fyrra var hann 36,6 milljarðar.

Mestur afgangur var að samgöngu- og flutningaþjónustu eða 55,5 milljarðar. Útflutningur þeirra nam 73,1 milljarði og innflutningur 17,6 milljörðum. Önnur innflutt viðskiptaþjónusta nam 26,5 milljörðum og útflutningur 7,8 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. Halli var því mestur af þeirri þjónustu eða 18,7 milljarðar.