*

föstudagur, 16. nóvember 2018
Innlent 19. maí 2015 12:34

Ferðir til Lundúna tvöfaldast á tveimur árum

Í febrúar á næsta ári verða 54 brottfarir í boði frá Keflavíkurflugvelli til Lundúna.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Gríðarleg aukning hefur orðið í flugi á milli Keflavíkurflugvallar og Lundúna síðastliðin fjögur ár. Þannig greinir Túristi frá því að vikulegar ferðir hafi verið 19 talsins í febrúarmánuði árið 2012, en í febrúar síðastliðnum voru þær hins vegar 42 talsins.

Aukningin mun hins vegar halda áfram og lítur út fyrir að í febrúar á næsta ári verði ferðirnar 54 talsins í hverri viku. Í febrúar nær ferðamannastraumurinn frá Bretlandi yfirleitt hámarki þar sem skólafrí eru þar í landi sem margir nota til að ferðast.

Í vetur munu tvö stærstu flugfélög Bretlands, British Airways og Easyjet, bjóða upp á áætlunarflug til Íslands frá Lundúnum auk Icelandair og Wow air. 

Nánar á vef Túrista.

Stikkorð: London Túristi