Ferðakostnaður borgarfulltrúa Reykjavíkur nam samtals 4,6 milljónum króna á síðasta ári að því er Fréttablaðið greinir frá. Alls nam ferðakostnaðurinn 10 milljónum árið 2017 þegar með eru taldar ferðir embættismanna í miðlægri stjórnsýslu borgarinnar.

Kostaði til dæmis námsferð yfirstjórnar borgarinnar til Akureyrar 4. maí á síðasta ári 416.895 krónur, en komið var heim strax daginn eftir.

Meðal ferða borgarfulltrúa má nefna að skoðunarferð S. Björns Blöndal fráfarandi borgarfulltrúa Bjartrar framtíðar til Bristol og Cardiff í kvikmyndaver kostaði borgina á bilinu 113 til 123 þúsund krónur í heildina.