Fasteignafélagið Festir ehf. hyggst byggja 150 herbergja lúxushótel á Snæfellsnesi, sem kallað verður Red Mountain Resort. Hótelið mun innihalda 800 fermetra gufubaðsaðstöðu og 1.000 fermetra heitri laug, með útsýni yfir Snæfellsjökul.

Danska hönnunarstofan Johannes Torpe Studios hefur hannað hótelið og verður vísað þar í söguna um landsnámsmanninn Bárð Snæfellsás sem leitaði hælis frá skarkala heimsins upp við jökulinn.