Bílaframleiðandinn Fiat Chrysler, sem undirritaði nýlega samning við Google, hefur hríðfallið í verði í dag. Ástæðan er sú að fyrirtækið er ásakað um að hafa leikið sama leik og Volkswagen í útblásturshneykslinu.

Bandaríska umhverfiseftirlitið, EPA, segir að fyrirtækið hafi brotið lög og að finna megi tækni í um 100.000 Jeep og Dodge bílum, sem hagræðir útblásturstölum.

Sergio Marchionne, forstjóri Fiat Chrysler afneitar þó öllum þessum ásökunum og segir fyrirtækið ekki hafa brotið nein lög.

Gengi bréfanna lækkaði mest um 12% í New York og um 16% í Milan.

Ef allt fer á versta veg, gæti fyrirtækið þurft að greiða allt að 4,6 milljarða dala sekt.