*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 13. október 2006 12:32

Fiat og Alfa Romeo umboðin skipta um eigendur

Ritstjórn

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður H.S.Í. og fyrrverandi forstjóri Ingvars Helgasonar, staðfesti í samtali við Viðskiptablaðið í gær að félag sem hann er í forsvari fyrir ásamt Helga Eyjólfssyni, hafi tekið yfir umboð fyrir Fiat, Alfa Romeo, Ferrari, Maserati bifreiðar og Ducati bifhjól, af fyrirtækinu Ptt ehf.

Guðmundur Ágúst segist hafa litið á umboðin sem góðan fjárfestingarkost; hann hafi trú á vörunni, sérstaklega eftir það átak í gæðum sem hefur farið fram hjá Fiat samsteypunni. Guðmundur vildi ekki upplýsa um kaupverð en sagði kaupin hafa verið fjármögnuð til bráðabirgða.

Hann bætir við að eftir sé að ganga frá samningum við íslenska banka um endanlega fjármögnun á kaupunum. Umboðin verða á sama stað og verið hefur, Malarhöfða 2a, segir Guðmundur Ágúst.