Samstarf bílaframleiðandanna felst í því að framleiða 2 nýja bíla samkvæmt frétt á BBC. Einn bíl fyrir Alfa Romeo, eitt af merkjum Fiat, og annan tveggja sæta bíl með fyrir Mazda. Bílarnir verða framleiddir í verksmiðju Mazda í Hiroshima.

Mazda leitast eftir að skera niður kostnað eftir að hafa tapað 1,3 milljörðum dollara á síðasta fjárhagsári fyrirtækisins.

Framleiðsla á nýja Alfa Romeo bílnum er áætluð að hefjast í byrjun 2015.