Bandaríski bílaframleiðandinn Ford Motor Co. stefnir að því að leysa út um 10% af launþegum sínum sem starfa í Norður Ameríku og Asíu.

Alls starfa um 201.000 einstaklingar fyrir fyrirtækið, en aðgerðirnar eru líklega hugsaðar til þess að gleðja fjárfesta sem hafa tapað tæpum 17% á síðustu 12 mánuðum.

Félagið mun líklegast bjóða eldri starfsmönnum upp á það að fara fyrr á eftirlaun, en öðrum verða einhverskonar boðnir starfslokasamningar.

Allar deildir verða teknar til endurskoðunar, en forstjórinn hefur ekki enn tekið ákvörðun um að það hvort hann muni taka á sig launalækkun.

Hagnaður Ford lækkaði talsvert milli ára en hann fór úr 7,4 milljörðum dollara árið 2015 í 4,6 milljarða árið 2016.