Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hafa tapað 103 milljónum svissneskra franka, eða ríflega 13,3 milljörðum króna á árinu 2015, en þetta er í fyrsta skipti sem knattspyrnusambandið skilar tapi síðan árið 2001.

Lækkun tekna vegna þess að styrktaraðilar hafa snúið baki við félaginu og erfitt hefur verið að fá nýja styrktaraðila vegna hneyklismála. Auk þess hefur lögfræðikostnaður vegna þessara sömu hneykslismála gert félaginu erfitt fyrir. Alls hafa 18 aðilar innan FIFA verið kærðir fyrir spillingu.

FIFA hefur þegar hafið niðurskurðaaðgerðir til að lækka kostnað og rekstrarhalla félagsins.