Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu veiðifréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2016. Hér eru þær fimm sem mest voru lesnar á vef blaðsins:


1. Sturla sér um Laxá á Ásum

Sturla Birgisson, er landsfrægur matreiðslumeistari en jafnframt mikill veiðimaður. Frá og með næsta sumri sér hann um Lax á Ásum.

2. Eins og að mæta Mike Tyson

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens átti ótrúlega veiði á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal í júlí.

3. „Það bara rignir ekki"

Í lok veiðisumarsins sagðist Haraldur Eiríksson, veiðimaður og sölustjóri hjá Hreggnasa, hafa upplifa mörg þurrkasumrin en nú tæki steininn úr.

4. Sjö með meira en 200 laxa á stöng

Uppgjör á veiðisumrinu leiddi í ljóst að engin laxveiðiá skilaði fleiri löxum á stöng en Ytri-Rangá en mesta niðursveiflan var í Andakílsá og Fnjóská.

5. Laxar í felum

Hiti, sól og lítið vatn litaði veiðina víða síðasta sumar. Í byrjun september birti Viðskiptablaðið mynd þar sem sjá mátti lax fela sig inni í móbarðshelli.