*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 15. júlí 2015 12:15

Fimm skilvirkustu ríkisstjórnir í heimi

Alþjóðaefnahagsráðið mældi skilvirkni 144 ríkisstjórna víða um heiminn. Norðurlöndin eiga einn fulltrúa á topp fimm listanum.

Ritstjórn
Doha borg í Katar.

Í Katar eru mannréttindi kvenna fótum troðin og frelsinu til tjáningar hefur verið sett ríkar skorður, en þrátt fyrir það er ríkisstjórn landsins sú skilvirkasta í heimi, samkvæmt niðurstöðum Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum). Þetta kemur fram í frétt Independent.

Alþjóðaefnahagsráðið mældi skilvirkni 144 ríkisstjórna víðs vegar um heiminn og studdist við gögn úr eigin skýrslu um samkeppnishæfni ríkjanna. Var þar meðal annars tekið tillit til sóunar, byrði regluverks á fyrirtæki og stjórnmálalegs gegnsæis, og trónir olíuríkið Katar á toppi listans.

Í öðru sæti situr Singapúr en Norðurlöndin eiga hins vegar einn fulltrúa á listanum, Finnland, sem situr í þriðja sæti.

Fimm skilvirkustu ríkisstjórnir heims

1. Katar

2. Singapúr

3. Finnland

4. Hong Kong

5. Sameinuðu arabísku furstadæmin

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim