Nýr aðstoðarseðlabankastjóri verður skipaður þann 1. júlí næstkomandi. Nefnd sem var skipuð af forsætisráðherra til að meta hæfni umsækjenda hefur sent frá sér álit. Í nefndinni sitja Friðrik Már Baldursson, prófessor við HR, Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs SÍ og Eyjólfur Guðmundsson rektor HA. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

Nefndin skipti þeim ellefu umsækjendum sem valið stendur um niður í flokkana „mjög hæfir", „vel hæfir" og „hæfir". Í umsagnarferlinu kom í ljós að einn umsækjandi uppfyllti ekki almenn hæfnisskilyrði.

Þeir umsækjendur sem komust í flokkinn „mjög hæfir" eru:

  • Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.
  • Guðrún Johnsen, lektor og doktorsnemi í hagfræði.
  • Jón Þór Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta við SÍ.
  • Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs SÍ.
  • Þorsteinn Þorgeirsson, ráðgjafi seðlabankastjóra.

Umsækjendur í flokknum „vel hæfir" eru:

  • dr. Tryggvi Guðmundsson, hagfræðingur sem starfar sem fulltrúi AGS í London.
  • Vilhjálmur Bjarnason, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.

Í flokknum „hæfir" eru þeir:

  • Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands.
  • dr. Lúðvík Elíasson, starfsmaður SÍ.
  • dr. Ólafur Margeirsson, sérfræðingur hjá Zurich.
  • Stefán Hjalti Garðarsson, reikniverkfræðingur og frumkvöðull.