Næstum 100 þjóðarleiðtogar eru viðstaddir jarðarför Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku. Þó eru fimm þekktir leiðtogar sem ekki gátu sótt jarðarförina af ýmsum ástæðum: Elísabet Bretlandsdrottning, Fídel Kastró, fyrrverandi forseti Kúbu, Frans páfi, Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbet.

Elísabet Englandsdrottning og Fídel Kastró sitja heima vegna heilsufars. Frans páfi mætir ekki því það samræmist ekki prótókólreglum að páfi sæki jarðarfarir þjóðarleiðtoga.

Dalai Lama fékk ekki vegabréfsáritun í síðustu tvö skipti sem hann reyndi að heimsækja landið og telja menn að þrýstingur frá Kína valdi því. Síðast reyndi hann að fá áritun árið 2011 til að taka þátt í hátíðarhöldum í tengslum við áttræðisafmæli Desmonds Tutu.

Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kemur ekki vegna kostnaðar í tengslum við öryggisgæslu. Ekki þótti heldur unnt að skipuleggja nauðsynlega gæslu með svo stuttum fyrirvara.

CNN fjallar um málið hér.