*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 24. júní 2013 17:12

Finnst of margar matvörubúðir úti á Granda

Stjórnendur tveggja verslana eru sammála um að of margir í matvöruverslun geri út á Grandanum í Reykjavík.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Of margar matvöruverslanir eru úti á Granda í Reykjavík, að mati Bjarna Friðriks Jóhannessonar, rekstrarstjóra Nóatúns og Kjarvals. Hann segir í samtali við netmiðilinn Spyr.is margar verslanir þar hins vegar ekki hafa áhrif á vöruverð. Það geri aftur á móti langur opnunartími. 

Árni Pétur Jónsson, forstjóri og aðaleigandi 11-11 og forstjóri Iceland-verslunarinnar, er sama sinnis og Bjarni hvað fjölda verslana úti á Granda snertir. Hann sagði í samtali við vb.is í maí orðið ansi þröngt þar. Iceland ætlar að loka verslun sinni við Fiskislóð í sumar og mun Nettó taka við húsnæðinu í ágúst. 

Á Granda eru fyrir verslanir Krónunnar, Bónuss og Nóatún, Víðir, 10-11 og Hagkaup ekki langt frá. 

Að Grandasvæðinu undanskildu telur Bjarni fjöldi verslana eðilegan. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim