„Við teljum það tímaskekkju að vera með sérstakar ríkisreknar verslanir fyrir áfengi. Við höfum sagt það að ríkið getur losað sig við verulegan kostnað en haldið tekjum með því að breyta þessu fyrirkomulagi,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Auðvelt sé að setja reglur um aðgengi, opnunartíma og aldur starfsfólks ef vilji stendur til þess.

Finnur segir þjóðhagslega hagkvæmt að gefa áfengisverslun frjálsa og það sé gott fyrir viðskiptavini þar sem þeir geti þá afgreitt öll kaup í einni ferð í stað tveggja.

„Menn hafa haldið því fram að það verði svo einhæft vöruúrvalið. Ég sé engin rök fyrir því að það einfaldist vöruúrvalið, ég held að það verði þvert á móti samkeppni um vöruúrvalið þar sem kaupmenn munu keppast við það að geta boðið úrval. Þá þarf ekki að fara í gegnum einhvern einn mann á Íslandi sem velur hvaða vín fólk á að drekka heldur verða fleiri sem geta valið þar um. Ég er alveg klár á því að það verða til sérverslanir sem munu leggja áherslu á sérstöðu, hvort sem það eru tegundir á víni eða héruð eða lönd eða hvað,“ segir Finnur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .