FISK Seafood, sjávarútvegsfyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga, hagnaðist um 1,8 milljarða króna á rekstrarárinu frá september 2010 til ágúst 2011. Félagið á og rekur tvo ísfisktogara, tvo frystitogara og fiskvinnslu á Sauðárkróki og í Grundarfirði. Eigið fé  FISK nam 12,7 milljörðum í árslok og eignir þess nærri 16 milljörðum. Lagt er til að greiddur verði 20% arður til hluthafa vegna  rekstrarársins, eða um 360 milljónir. Að meðaltali störfuðu 229 hjá félaginu á tímabilinu en voru 212 í lok ágústmánaðar.