*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 16. ágúst 2018 11:09

Fiskafli skipa í júlí var um 93 tonn

Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 93.551 tonn eða 27% meiri en í júlí 2017.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 93.551 tonn eða 27% meiri en í júlí 2017. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Botnfiskafli var rúm 34 þúsund tonn eða tæpum 5 þúsund tonnum meiri en í júlí 2017. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund tonn sem er 16% aukning samanborið við júlí 2017. Rúm 5.000 tonn veiddust af ufsa, 4.611 tonn af karfa og 3.555 tonn af ýsu. Þá var verðmæti afla í júló metið á föstu verðlagi 15% meira en í júlí 2017. 

Uppsjávarafli nam tæpum 54 þúsund tonnum sem er 37% meiri afli en í júlí 2017. Kolmunni og makríll voru uppistaðan í uppsjávaraflanum en um 25 þúsund tonn veiddust af hvorri tegund. Skel- og krabbadýraafli nam 1.912 tonnum samanborið við 1.626 tonn í júlí 2017.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá ágúst 2017 til júlí 2018 var tæplega 1.286 þúsund tonn sem er 11% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Stikkorð: Hagstofa Íslands