Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað lánshæfismat Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í BB+. Horfur eru áfram metnar stöðugar.

Á morgun, 8. mars 2018, er áformað að birta ársreikning samstæðu OR 2017 ásamt samþættri ársskýrslu fyrirtækisins segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Viðskiptablaðið birti frétt um það 15. mars árið 2015 að matsfyrirtækið Moody´s hefði breytt lánshæfiseinkunn sinni úr stöðugum í jákvæðar, þó einkunnin hefði þá áfram verið Ba2.

Hins vegar sagði fyrirtækið horfurnar neikvæðar í júní árið 2012 , en þá var einkunnin sem OR fékk B1.

Íslenska matsfyrirtækið Reitun gerði sömu breytingu á horfum fyrirtækisins í maí í fyrra, en einkunn fyrirtækisins var i.AA3.

Skoðanapistlar um lánshæfi OR: