Matsfyrirtækið Fitch Ratings metur horfur Íslandsbanka nokkuð stöðugar en Fitch ber að skrifa árlega skýrslu um þau fyrirtæki sem þau meta. Íslandsbanki fékk opinbert lánshæfi frá Fitch í apríl 2015 (BBB-), en einkunnin var hækkuð upp í BBB í upphafi þessu árs og hefur hún ekki breyst frá þeim tíma. Íslandsbanki er eini íslenski bankinn sem er með lánshæfi hjá Fitch.

Að mati Fitch kristallast lánshæfiseinkunn bankans í því að Íslandsbanki sé leiðandi á íslenskum fjármálamarkaði með 30% markaðshlutdeild bæði í inn- og útlánum. Einnig er vísað til þess að gæði eigna bankans fari batnandi og á góða lausafjárstöðu bankans. Matsfyrirtækið tekur fram að ytra umhverfið á Íslandi sé fari batnandi en sé þó enn viðkvæmt.