Fjárfestingafélagið MF1 slhf. ásamt öðrum fjárfestum hefur nú gengið frá um 1,5 milljarða króna fjármögnun til Hvanna ehf. Hvannir ehf. eru eigendur fasteignarinnar Þórunnartúns 4, en þar er til húsa hótelið Storm Hotel, sem rekið er af Keahótel ehf. Önnur hótel í rekstri Keahótel eru Apotek Hotel, Hótel Borg, Skuggi Hotel og Reykjavik Lights.

Í tilkynningu segir að aðstandendur beggja félaga, Hvanna og MF1, hafi verið sáttir við kjör fjármögnunarinnar. Þá hafi verið Hvönnum verið mikilvægt að hafa sveigjanleika í rekstri sínum vegna árstíðarsveiflna í ferðamannaiðnaði, samkvæmt Andra Gunnarssyni stjórnarformanns Hvannar.

MF1 slhf er fjárfestingafélag sem stýrt er af Íslenskum verðbréfum hf., en það einbeitir sér að millilagsfjármögnun fyrirtækja. Íslensk verðbréf hf. var stofnað árið 1987 en í dag stýrir félagið yfir 110 milljörðum króna fyrir hönd viðskiptavina sinna.