Stjórnvöld í Katar stefna að því að verja fimm milljörðum sterlingspunda í Bretlandi eftir að landið gengur úr Evrópusambandinu að sögn forsætisráðherra Katar, Sheikh Abdullah bin Nasser bin Khalifa al-Thani. Þetta kemur fram í frétt AFP fréttaveitunnar .

„Á næstu þremur til fimm árum mun Katar fjárfesta 5 milljörðum í breska hagkerfinu,“ segir forsætisráðherrann og bætir við að peningarnir komi frá hinum ýmsu fjárfestingasjóðum í Katar. Fjárfestingarnar verða að mestu leyti á sviði orku, innviða, fasteigna og þjónustu.

Katar hefur nú þegar fjárfest um 40 milljörðum vítt og breytt um Bretland, meðal annars í fasteignum á borð við London's Shard og Canary Wharf sem og Harrod's versluninni.