Sádí Arabía ætlar að fjárfesta 64 milljörðum dala sem nemur um 6.400 milljörðum króna í afþreyingariðnaði heima fyrir næsta áratuginn að því er BBC greinir frá .

Yfirmaður afþreyingarmála Sáda segir að á árinu 2018 muni 5.000 skemmtanaviðburðir vera haldnir þarlendis. Þá er einnig verið að byggja fyrsta óperuhús Sádá í Riyadh um þessar myndir.

Fjárfestingarnar eru hluti af samfélagslegum og efnahagslegum umbótum sem krónprinsinn Mohammed bin Salman kynnti fyrir um tveimur árum. Sýn prinsins er sú að auka fjölbreytni atvinnuvega landsins þannig þjóðin þurfi ekki að reiða sig eins mikið á olíu.