New Enterprise Associates eða NEA og Novator, fjárfestingarfélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hafa fjárfest í íslenska leikjafyrirtækinu CCP fyrir heilar 30 milljónir bandaríkjadala, eða því sem um nemur 4 milljörðum íslenskra króna.

Nýja fjárfestingin verður nýtt til frekari þróunar á sviði sýndarveruleika. CCP hefur þegar tilkynnt um útgáfu tveggja tölvuleikja sem nýta sér sýndarveruleikatækni, EVE Valkyrie og Gunjack, sem koma út á Playstation og Samsung Gear sýndarveruleikabúnað.

NEA hefur lengi verið í fararbroddi í fjárfestingum á sviði tækni og heislugæslu.

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir í tilkynningu að félagið telji að sýndarveruleiki muni ekki aðeins bylta tölvuleikjaiðnaðinum heldur tækniiðnaðinum í heild sinni.

„Við vorum með í þessari þróun frá byrjun,“ segir Hilmar. „Þessi fjárfesting gerir okkur kleift að viðhalda forskoti CCP á þessu sviði.“