Seðlabankar hafa reynt að örva hagkerfi heimsins með miklum stýrivaxtalækkunum og magnbundnum íhlutunum. Aðgerðir bankanna eru þó að gera skuldabréfafjárfestum erfitt fyrir, og eru þeir í auknum mælir farnir að leita í áhættumeiri fjárfestingar. Lítillar raunávöxtunar er að vænta af hefðbundnum skuldabréfakaupum í núverandi vaxtaumhverfi.

Bank of America Merrill Lynch hefur rannsakað þessa bólumyndun á evrópskum skuldabréfamörkuðum. Greiningaraðilar bankans óttast það að seðlabankar séu rót vandans, og að inngrip þeirra muni valda verulegum hausverk í náinni framtíð.