Bandaríski vogunarsjóðsstjórinn Seth Klarman segir að bandarískir fjárfestar meti ekki áhættu með réttum hætti á tíma þegar hlutabréfamarkaðir eru í hæstu hæðum. Þessar áhyggjur koma fram í bréfi hans til viðskiptavina sinna í apríl síðastliðnum sem Business Insider hefur undir höndum.

Í bréfinu segir Klarman að áhætta sé mikilvægasti þátturinn þegar kemur að vali á fjárfestingum og að fjárfestar séu að leggja of mikið traust á markaðinn.

Klarman færir rök fyrir máli sínu með því að bera saman stöðu markaða í dag og stöðuna í byrjun fjármálakrísunnar árið 2008. "Þegar hlutabréfaverð er lágt eins það var haustið 2008 og snemma árs 2009 er raunveruleg áhætta frekar lág meðan fjárfestar skynji hana mikla." segir Klarmann og bætir við " Hins vegar þegar hlutbréfaverð er hátt þá skynja fjárfestar litla áhættu meðan raunverulegt áhætta er mun meiri".

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá á síðasta ári stýrir Klarman vogurnarsjóðnum Baupost sem hagnaðist um tæpa hundrað milljarða króna á fjárfestingum sínum í kröfum föllnu íslensku bankanna. Baupost er einn stærsti vogunarsjóður Bandaríkjanna með um 30 milljarða dollara í stýringu. Þá skrifaði hann bókina Margin of Safety sem í dag er ófáanleg en ódýrasta eintakið á ebay kostar 750 dollara.