*

miðvikudagur, 20. mars 2019
Erlent 11. ágúst 2018 13:01

Fjárfestar undirbúa að stefna Elon Musk

Tilkynning Elon Musk á Twitter þess efnis að hann hygðist taka fyrirtækið af markaði hefur vakið mikla reiði meðal fjárfesta.

Ritstjórn
Elon Musk, forstjóri Tesla

Tilkynning Elon Musk, forstjóra Teslu, á samfélagsmiðlinum Twitter þess efnis að hann hyggðist taka fyrirtækið af markaði hefur vakið mikla reiði meðal fjárfesta. 

Fjárfestar sem skortseldu bréfin í fyrirtækinu saka forstjórann um að hafa villt um fyrir markaðnum með Twitter-færslunni. 

Elon Musk á sjálfur um fimmtung í fyrirtækinu en hann hefur undanfarið kvartað yfir neikvæðri orðræðu fjárfesta í garð fyrirtækisins.

Í lögsókninni er sagt að með skrifum sínum hafi Musk brotið lög um verðbréfaviðskipti með því að keyra upp hlutabréfaverð í fyrirtækinu. Hvorki fyrirtækið sjálft né Musk hafa gefið út yfirlýsingu varðandi kæruna sem lögð var fyrir alríkisdómstólinn í San Francisco.