Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Poul Michelsen utanríkisráðherra Færeyja á fundi þeirra fyrr í vikunni að því er Fiskifréttir greina frá. Var sérstaklega rædd ný fiskveiðilöggjöf sem tók gildi í byrjun ársins, en hún stangast á við fríverslunarsamning sem löndin gerðu sín á milli árið 2005.

Hoyvíkursamkomulagið var gerður til að tryggja algert verslunarfrelsi milli þjóðanna, en á grundvelli hans eignaðist Samherji í færeyska útgerðarfélaginu Framherja.

Nýja fiskveiðilöggjöfin útilokar hins vegar erlendar fjárfestingar í færeyskum sjávarútvegi, en lögin gefa jafnframt Íslendingum sjö ára frest áður en hún tekur til íslenskra fyrirtækja. Fiskifréttir hafa fjallað ítarlega um nýju fiskveiðilöggjöfina í Færeyjum .