Heildarverðmæti sjávarafurða sem fluttar voru úr landi á síðasta ári voru 224 milljarðar króna eða 41% af heildarútflutningsverðmætum landins. Beint framlag sjávarútvegs til landframleiðslu var 12% á árinu 2014. Þetta kom fram á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn var í Hörpu í gær en Deloitte og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi standa fyrir deginum.

Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá SFS sagði á Sjávarútvegsdeginum að Ísland hafi mikla sérstöðu í samanburði við aðrar fiskveiðiþjóðir þar sem að sjávarútvegur á Íslandi sé ekki ríkisstyrktur. Til samanburðar kosti hvert veitt tonn sem Norðmenn veiða norska ríkissjóðinn 19.000 krónur meðan hvert veitt tonn sem Íslendingar veiða skili 3.700 krónum í ríkissjóð. Auk þess er hvert íslenskt fiskiskip með rúmlega tvöfalt meiri afla og um helmingi færri skipverjar standa á baki hverju veiddu tonni.

Fjárfesting í greinni hefur aukist mikið en samkvæmt Jónasi Gesti Jónassyni hafi safnast upp mikil fjárfestingarþörf frá árinu 2008 en fjárfesting tvöfaldast á árunum 2013 til 2014.