*

miðvikudagur, 14. nóvember 2018
Innlent 10. október 2016 17:08

Fjárfestu erlendis fyrir 65,5 milljarða

Lífeyrissjóðir og aðrir vörsluaðilar séreignalífeyrissparnaðar hafa fjárfest 65,5 milljörðum erlendisfrá miðju síðasta ári til loka september.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Frá miðju síðasta ári til loka september á þessu ári hefur Seðlabanki Íslands veitt lífeyrissjóðum og öðrum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar undanþágur frá lögum um gjaldeyrismál til fjárfestingar að fjárhæð 80 milljörðum króna. Af þeim 80 milljörðum fjárfestu aðilarnir samtals 65,5 milljörðum erlendis. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabanka Íslands.

Aðilarnir nýttu sér 34,7 milljarða króna fjárhæðarinnar til erlendra fjárfestinga á þessu tímabili eða því sem nemur 87% af veittri heimild.

„Af undanþágum sama efnis samtals að fjárhæð 40 ma.kr. sem veittar voru fyrrgreindum aðilum vegna tímabilsins 1. júlí til 30. september sl. nýttu sjóðirnir 30,8 ma.kr. til erlendra fjárfestinga á tímabilinu eða sem nemur 77% af veittri heimild,“ segir í frétt Seðlabanka Íslands.