„Það er auðvitað mikið fagnaðarefni að fundist hafi mun meiri loðna en fyrri mælingar gáfu til kynna og að nú sé komin forsenda fyrir sómasamlegri loðnuvertíð. Hins vegar er það umhugsunarefni hvernig það kom til að farið var í þennan viðbótarleiðangur enda þótt stjórnvöld vildu ekki veita nauðsynlegri fjárveitingu til hans. Ef leiðangurinn hefði ekki verið farinn með fjárhagslegri ábyrgð loðnuútgerða hefði þjóðarbúið orðið af á annan tug milljarða króna,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í samtali í nýjustu Fiskifréttir.

Útgerðin beðin um ábyrgð

Sigurgeir Brynjar
Sigurgeir Brynjar
© BIG (VB MYND/BIG)
Sigurgeir Brynjar segir að sjávarútvegsráðherra hafi lagt til að ríkið veitti Hafrannsóknastofnun 3-5 milljónir króna til leiðangursins, þótt fyrir lægi að hann myndi kosta 20-40 milljónir.  Hann viti ekki hvort þessar 3 – 5 milljónir í loðnurannsóknir hafi verið samþykkar ennþá í ríkisstjórn.  Hafrannsóknastofnun hafi því þurft að biðja loðnuútgerðir um að veita fjárhagslega ábyrgð fyrir kostnaðinum.

„Þetta sýnir algjört sambandsleysi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra við sjávarútveginn og mikilvægi hans við tekjuöflun þjóðarinnar og skilningsleysi á mikilvægi rannsókna á loðnustofninum, einum mikilvægasta nytjastofni landsmanna sem nú hegðar sér á allt annan hátt en fyrr,“ segir Sigurgeir Brynjar.

Sjá nánar í Fiskifréttum.