Eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrr í dag er bíll menntamálaráðherra metinn á um 2 milljónir króna. Þó var viðhaldskostnaður bílsins í fyrra rétt yfir tvær milljónir króna, og er því jafn virði bílsins.

Viðskiptablaðið hafði samband við Jóhannes Stefánsson, aðstoðarmann ráðherra, og spurði hvort ekki stæði til að festa kaup á nýjum bíl úr því að viðhaldskostnaðurinn er farinn fram úr verðmati bílsins, sem er orðinn átta ára gamall.

„Ég veit ekki betur en að Ríkiskaup hafi boðið út kaup á nýjum bíl,” segir Jóhannes. „Þegar viðhaldskostnaðurinn á bíl er orðið meira en verðmæti bílsins þá er það orðið mög fjárhagslega óhagkvæmt að reka slíkan bíl.”