Efnahagur og fjárhagur lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur batnað verulega á undanförnum árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir Íslandsbanka um efnahagsleg áhrif þessara fyrirtækja.

Eiginfjárhlutföll hafa farið batnandi og velta hefur aukist verulega. Þá hafa skuldahlutföll lækkað og mun færri fyrirtæki eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Leigufélög hafa aukið tekjur sínar verulega í takt við hækkandi leiguverð, aukið framboð íbúða til útleigu og fjölgunar minni gististaða.

Lítil og meðalstór fyrirtæki í framleiðslu og í byggingariðnaði hafa ekki notið samsvarandi vaxtar. Líklega er það vegna aukinnar hlutdeildar stærri fyrirtækja í þeim greinum, svipaða sögu má segja um minni heildverslanir.

Fyrirtæki með veltu á bilinu 250-500 milljónir hafa vaxið hratt og áberandi er að meðalstór fyrirtæki hafa vaxið hraðast, þ.e.a.s. fyrirtæki með veltu á bilinu 250-500 milljónir króna. Vöxtur þeirra nam 191% frá 2008 til 2016. Önnur minni fyrirtæki uxu minna.

Vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er mestur hjá fyrirtækjum er leigja út atvinnuhúsnæði en tekjur þeirra hafa fjórfaldast frá árinu 2008 þá var tvöföldun var í vexti fyrirtækja er byggja atvinnu- og íbúðarhúsnæði.