*

sunnudagur, 24. júní 2018
Innlent 13. september 2017 08:36

Fjárlög sögð „aðför að heimilisbílnum"

FÍB bendir á að hækkun skatts á dísilolíu auki útgjöld heimilis um 42 þúsund krónur. Kemur sér verst fyrir íbúa utan höfuðborgarsvæðisins segir formaður Framsóknarflokksins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir nýtt fjárlagafrumvarp fela í sér „aðför að heimilisbílnum.“ Vísar hann þar í áætlaða hækkun bensíngjalds um 8 krónur og 18 krónur á dísilolíu á einu ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í gær. Mun hækkunin auka útgjöld fjölskyldu með díselbíl um 42 þúsund krónur að því er Morgunblaðið greinir frá.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir hækkunina koma verst niður á þeim sem aka þurfi langar vegalengdir líkt og á við úti á landi. „Ungt fólk hefur verið að flýja hátt fasteignaverð höfuðborgarsvæðisins. Rafbílinn er enn sem komið er ekki valkostur fyrir þetta fólk. Þetta er skattahækkun á það fólk.“