*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 8. júní 2018 17:04

Fjármálaáætlun samþykkt

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í dag.

Ritstjórn
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í dag. Var hún samþykkt með 39 atkvæðum gegn 19. 

Fjármálaáætlunin hefur sætt mikilli gagnrýni, meðal annars hefur verið fullyrt að hún standist ekki gæðakröfur samkvæmt lögum um opinbar fjármál. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur svarað þeirri gagnrýni með því að innleiðing laga um opinber fjármál sé lærdómsferli.