Frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á viðurlögum við brotum á fjármálamarkaði er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frumvarpið felur í sér breytingar á tólf lögum og er markmið þess að skýra og samræma viðurlög við hinum ýmsu brotum í bankastarfsemi og á verðbréfamarkaði. Í umsögn við frumvarpið er auk þess tekið fram að með frumvarpinu séu tekin skref í að laga íslenska löggjöf að regluverki Evrópusambandsins, eins og EES-samningurinn gerir kröfu um.

Verði frumvarpið samþykkt óbreytt mun vera hægt að sekta fyrirtæki fyrir brot á ýmsum lögum um fjármálamarkaði óháð því hvort tilteknir starfsmenn fyrirtækisins hafi verið fundnir sekir. Við ákvörðun refsingar verður skylt að taka tillit til ýmissa atriða sem varða ávinning brotsins fyrir þann sem fremur það, auk áhrifa brotsins á þriðja aðila og á fjármálakerfið í heild sinni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .